Leiknisljónavarpið: Leiknir Reykjavík

Aukaefni: Guy Smit um Gary Martin

September 02, 2020 Leiknisljónin
Leiknisljónavarpið: Leiknir Reykjavík
Aukaefni: Guy Smit um Gary Martin
Show Notes

Fyrir leikinn við ÍBV í Vestmannaeyjum fengum við Guy Smit í spjall í Ljónavarpinu. Hann talaði hispurslaust um fótboltann um víða veröld og líka það sem hann hefur séð af honum á Íslandi. Í aðdraganda leiksins við Eyjamenn bar hin margumtalaða Gary Martin á góma og hans orðspor hafði ekkert farið framhjá Hollendingnum okkar. Hins vegar þekkir hann kannski ekki eins vel og hinn almenni Íslendingur hversu auðveldlega Englendingurinn knái getur náð að nýta sér minnstu ummæli andstæðinga til að mótivera sig. 
Því var það okkar ákvörðun í Ljónavarpinu að halda eftir stuttum ummælum sem Smitarinn hafði um sóknarmanninn svo hann gæti ekki fundið sér neitt til að berja sér á brjósti um og mæta dýrvitlaus inn í teiginn hans Guy. 
Nú þegar leiknum er lokið með sigri okkar manna og núll mörkum frá þeirra besta manni, þá birtum við þennan stutta bút með góðri samvisku um að það kostar okkur ekki nein stig. Allavega ekki þetta sumarið.