Halldór Kristinn Halldórsson var vígður inn í heiðurshöll Leiknis, HOFIÐ á dögunum. Hann mætti í spjall um uppeldið í Leikni, hliðarsporin með Val og Keflavík og hvernig það er að ala upp börn í ÍR. Þessi miðvörður er alvöru goðsögn í sögu Leiknis.