Leiknisljónavarpið: Leiknir Reykjavík

Leiknishofið: Haukur og Valur Gunnnarssynir

April 24, 2022 Leiknisljón
Leiknisljónavarpið: Leiknir Reykjavík
Leiknishofið: Haukur og Valur Gunnnarssynir
Show Notes

Þeir Haukur og Valur Gunnarssynir eru fyrstir inn í Heiðurshöll Leiknis (hall of fame) og voru heiðraðir með því að vera fyrstir upp á Wall of Fame vegginn í Austurbergi á fyrsta heimaleik félagsins í Bestu deildinni. 

Leiknisfólk allt ætti að þekkja andlitin en í spjalli við Snorra fáum við að kynnast þeim aðeins betur og uppruna þeirra hjá Leikni ásamt föður þeirra, Gunnari Góða, sem var ekki minni Leiknismaður og fær að sitja á veggnum með þeim. 

Til hamingju með þennan heiður þið miklu Leiknismenn. Vel að honum komnir. 

#StoltBreiðholts
#Heiðursmenn